Innskráning í Karellen
news

Samstarf Hjalla og Hrafnistu

08. 12. 2023

Elstu börnin á Hjalla fara reglulega í heimsóknir til vina og vinkvenna sem búa á Hrafnistu. Þar fá þau kjörið tækifæri til að hittast og spjalla um allt mili himins og jarðar. Þau fá sér hressingu saman, teikna og lita og syngja saman skemmtileg lög. Börnin okkar fá dásamlegar móttökur á Hrafnistu og finnst mjög skemmtilegt og spennandi að fá að fara í heimsókn þangað. Takk fyrir okkur!


© 2016 - Karellen