Innskráning í Karellen
news

Aðventan á Hjalla

20. 12. 2023

Við erum búin að eiga ljúfa og góða aðventu á Hjalla❤️ Börnin nutu þess að fá smá snjó og svo eru þau að leggja lokahönd á jólagjafir sem þau fara svo stolt með heim handa sínu besta fólki. Öll hafa málað á piparkökur og eldri börnin hafa verið dugleg að fara í stuttar ferðir að skoða jólaljós og hafa þá gjarnan gripið með sér heitt kakó í nesti.❤️Við fengum frábæra gesti til okkar í heimsókn í desember. Fyrst komu vinkonur okkar Maggu Pála og Laufey Sigurðardóttir fiðluleikara og sungu og spiluðu fyrir okkur við frábærar undirtektir.

?Svo sáu eldri börnin leikritið Grýla og jólasveinarnir sem Þórdís Arnljótsdóttir flytur svo listilega.

?

Á þriðjudaginn var hátíðarhádegisverður þar sem börnin fengu ilmandi hangikjöt og meðlæti.

❤️

Svo komu Hildur Guðný og Elísabet Eyþórsdóttir tónlistarkonur til okkar í jólafjör og sungu og spiluðu sín frábæru jólalög í bland við þessi hefðbundnu.

Við þökkum öllu þessu frábæra fólki fyrir fallega og góða skemmtun og óskum ykkur öllum gleðilegra jóla

❤️

© 2016 - Karellen