Innskráning í Karellen

Hér finnið þið texta við lögin sem við syngjum í Hjalla - í Söngbókinni okkar.

Söngbók Hjallastefnunnar.pdf


Skólasöngur Hjallastefnunnar

Ljóð: Atli Heimir Sveinsson, texti: Auður Teitsdóttir
Í skóla er gaman, krakkar leika.
Strákarnir/stelpurnar dansa, stelpur/strákar spinna, gleði finna.
Hlæja og hlæja í hjarta sér
Hlæja og hlæja í hjarta sér

Vorvindar glaðir

Vorvindar glaðir, glettnir og hraðir,
geysast um löndin létt eins og börn.
Lækirnir skoppa, hjala og hoppa,
hvíld er þeim nóg í sæ eða tjörn.
Hjartað mitt litla hlustaðu á,
hóar nú smalinn brúninni frá.
Fossbúinn kveður, kætir og gleður,
frjálst er í fjalladal.

Lag: sænskt þjóðlag / Þýðandi: Helgi Valtýsson


Fimm litlir apar sátu uppi’ í tré

Fimm litlir apar sátu uppi’ í tré,
þeir voru’ að stríða krókódíl:
,,Þú nærð ekki mér!”
Þá kom hann herra Krókódíll
hægt og rólega og ... amm!

Fjórir litlir apar ...
Þrír litlir apar ...
Tveir litlir apar ...
Einn lítill api ...
Höfundur ókunnur


Átta fílar

Átta fílar lögðu’ af stað í leiðangur,
lipur var þeirra fótgangur.
Takturinn fannst þeim heldur tómlegur
svo þeir tóku sér einn til viðbótar.

Níu fílar lögðu af stað í leiðangur...
Höfundur ókunnur

Fagur fiskur í sjó

Fagur fiskur í sjó,
brettist upp á halanum
með rauða kúlu á maganum.
Vanda, banda,
gættu þinna handa.
Vingur, slingur,
vara þína fingur.
Fetta, bretta,
svo skal högg á hendi detta.

Höfundur ókunnur

Grænmetisvísur

Þeir sem bara borða kjöt
og bjúgu alla daga
þeir feitir verða´ og flón af því
og fá svo illt í maga.
En gott er að borða gulrótina,
grófa brauðið, steinseljuna,
krækiber og kartöflur
og kálblöð og hrámeti.
Þá fá allir nettan maga
menn þá verða alla daga
eins og lömbin ung í haga
laus við slen og leti.

Sá sem fá vill fisk og kjöt
hann frændur sína étur
og maginn sýkist molnar tönn
og melt hann ekki getur.
En gott er að borða gulrótina,
grófa brauðið steinseljuna,
krækiber og kartöflur
og kálblöð og tómata.
Hann verður sæll og viðmótsljúfur
og vinamargur, heilladrjúgur
og fær heilar, hvítar tennur
heilsu má ei glata.


Lag: Thorbjörn Egner / Þýðandi: Kristján frá Djúpalæk

Lagið um það sem er bannað

Það má ekki pissa bak við hurð
og ekki henda grjóti ofan í skurð,
ekki fara í bæinn og kaupa popp og tyggjó
og ekki nota skrúfjárn fyrir sleikjó.

Það má ekki vaða út í sjó
og ekki fylla húfuna af snjó,
ekki týna blómin sem eru úti´í beði
og ekki segja "ráddi" heldur "réði".

Þetta fullorðna fólk er svo skrítið,
það er alltaf að skamma mann,
þó maður geri ekki neitt,
það er alltaf að skamma mann.

Það má ekki skoða lítinn kall
og ekki gefa ketti drullumall,
ekki skjóta pabba með byssunni frá ömmu
og ekki tína orma handa mömmu.

Það má ekki hjóla inn í búð
og ekki gefa litla bróður snúð,
ekki fara að hlæja þó einhver sé að detta,
-ekki gera hitt og ekki þetta!

Þetta fullorðna fólk er svo skrítið,
það er alltaf að skamma mann,
þó maður geri ekki neitt,
það er alltaf að skamma mann.

Sveinbjörn I. Baldvinsson

Strætó

Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring
hring, hring, hring, hring, hring, hring
Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring
út um allan bæinn.

Hurðin á strætó opnast út og inn
út og inn, út og inn
Hurðin á strætó opnast út og inn
út um allan bæinn.

Peningarnir í strætó segja kling, kling, kling
kling, kling, kling, kling, kling, kling
Peningarnir í strætó segja kling, kling, kling
út um allan bæinn.

Fólkið í strætó segir bla, bla, bla
bla, bla, bla, bla, bla, bla
Fólkið í strætó segir bla, bla, bla
út um allan bæinn.

Börnin í strætó segja hí, hí, hí
hí, hí, hí, hí, hí, hí
Börnin í strætó segja hí, hí, hí
út um allan bæinn.

Bílstjórinn í strætó segir uss, uss, uss
uss, uss, uss, uss, uss, uss
Bílstjórinn í strætó segir uss, uss, uss
út um allan bæinn.

Flautan á strætó segir bíbb, bíbb, bíbb
bíbb, bíbb, bíbb, bíbb, bíbb, bíbb
Flautan á strætó segir bíbb, bíbb, bíbb
út um allan bæinn.


Höfundur ókunnur


Óskasteinar
Bardos Lajos / Hildigunnur Halldórsdóttir

Fann ég á fjalli fallega steina.
Faldi þá alla, vildi þeim leyna.
Huldi þar í hellisskúta heillasteina
alla mína unaðslegu óskasteina.

Langt er nú síðan leit ég þá steina
lengur ég man ei óskina neina.
Er þeir skyldu uppfylla um ævidaga
ekki frá því skýrir þessi litla saga.

Gersemar mínar græt ég ei lengur
gæti þær fundið telpa eða drengur.
Silfurskæra kristalla með grænu og gráu
gullna roðasteina rennda fjólubláu.

Frost er úti fuglinn minn
Sig. Júl. Jóhannesson/Enskt lag

Frost er úti fuglinn minn,
ég finn hvað þér er kalt.
Nærðu engu í nefið þitt,
því nú er frosið allt?

En ef þú bíður augnablik
ég ætla að flýta mér,
að biðja hana mömmu mína
um mylsnu handa þér.


Fiskalagið

Nú skulum við syngja um fiskana tvo
sem ævi sína enduðu í netinu svo.
Þeir syntu og syntu og syntu um allt,
en mamma þeirra sagði: “Vatnið er kalt”.

Baba, búbú, baba, bú! Baba, búbú, baba, bú!
Þeir syntu og syntu og syntu um allt,
en mamma þeirra sagði: “Vatnið er kalt”.

Annar hét Gunnar en hinn hét Geir,
þeir voru pínulitlir báðir tveir.
Þeir syntu og syntu og syntu um allt,
en mamma þeirra sagði: “Vatnið er kalt”.

Baba, búbú, baba, bú! Baba, búbú, baba, bú!
Þeir syntu og syntu og syntu um allt,
en mamma þeirra sagði: “Vatnið er kalt”.

Nammilag

Ef sólin væri á bragðið eins og sleikjó,
rosalegt fjör yrði þá.
Ég halla mér aftur með tunguna út,
eeeeeeeeee...
Rosalegt fjör yrði þá!

Ef regnið væri úr bleiku bangsagúmmí,
rosalegt fjör yrði þá.

Ég halla mér aftur með tunguna út,
eeeeeeeeee...
Rosalegt fjör yrði þá!

Ef snjórinn væri úr sykurpúðapoppi,
rosalegt fjör yrði þá.

Ég halla mér aftur með tunguna út,
eeeeeeeeee...
Rosalegt fjör yrði þá!

Uglan

Það var gömul ugla með oddhvasst nef,

Tvö lítil eyru og átta litlar klær.

Hún sat uppi í tré og svo komst þú,

þá flaug hún í burtu og sagði:

Ú- ú- ú!

Lag: The Wide Eyed Owl

Þýð: Hrafnhildur Sigurðardóttir

© 2016 - Karellen