Innskráning í Karellen

Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna tóku gildi þann 1. janúar 2022. Meginmarkmið laganna er að skapa umgjörð sem stuðlar að því að börn og foreldrar, sem á þurfa að halda, hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.

Í lögunum kemur fram að börn undir 18 ára aldri og fjölskyldur þeirra skuli hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barns eftir því sem þörf krefur. Hlutverk tengiliðar er:

• að hafa hagsmuni barns að leiðarljósi
• að rækja hlutverk sitt í samstarfi og samráði við foreldra og barn
• að veita upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barns
• að aðstoða við að tryggja aðgang að frummati á þörfum barns – eyðublað frá BOFS
• að skipuleggja og fylgja eftir samþættingu fyrsta stigs þjónustu í þágu farsældar barns
• að koma upplýsingum til sveitarfélags um þörf fyrir tilnefningu málstjóra
• að taka þátt í starfi stuðningsteymis eftir því sem við á

·Þegar barn er við nám í leik-, grunn-, eða framhaldsskóla er tengiliður þjónustu í þágu farsældar barns starfsmaður skólans þar sem barnið er við nám eða leik.

Lögin eiga að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum, því öll börn á Íslandi eiga rétt á þeirri þjónustu sem þau þurfa þegar á þarf að halda. Í gegnum tíðina hefur reynst fjölskyldum flókið að fá aðstoð við hæfi og vita hvert eigi að leita eftir henni. Tilgangur nýju laganna er að ráða bót þar á.

Á Hjalla höfum við ætíð starfað eftir meginreglu 1. sem er “börn og foreldrar” þar sem segir skýrt að : okkar sé að virða og viðurkenna ólíkar þarfir aldurshópa, kynja og einstaklinga. Skólanum ber einnig að virða valfrelsi og ólíkan áhuga barna og hlúa á víðfeðman hátt að velgengni allra. Eins segir: “Öll börn eru sérþarfabörn – en þurfi barn sérstaka aðstoð eða sérstök úrræði vegna þroskastöðu, hegðunar eða aðstæðna sinna að öðru leyti, metur skólinn með foreldrum hvernig staðið skuli að slíkri aðstoð. Engin ein leið er rétt, heldur ráða þarfir barnsins ferðinni samkvæmt mati þeirra sérfræðinga sem að málinu koma og úrslitavaldið er hjá foreldrum.”

Þannig mætti færa rök fyrir því að Hjallastefnan hafi verið búin að taka stór skref í þágu farsældar barna fyrir hartnær 30 árum, en með löggjöfinni ættum við að vera enn lengra komin hvað varðar samstarf við aðra sérfræðinga og fagfólk sem starfa með börnum og ungmennum. Þröskuldum á að fækka. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana.

Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið skólans. Tengiliður Hjalla er Borghildur Alfa Arnbjörnsdóttir. Nánari upplýsingar um lögin og þjónustuna eru á heimasíðunni farsaeldbarna.is


Snemmtæk íhlutun

Þrepaskipting þeirra úrræða sem leikskólinn hefur og getur leitað í

1.þrep kjarni

2.þrep sérkennsla

3.þrep aðrir sérfræðingar

Kynjanámskrá/lotur

Orðaskil 2 og 3 ára/úrvinnsla

Talmeinafræðingur/málþroskamat

Málörvun

TRAS/úrvinnsla

Sálfræðingur/þroskamat

Sjónrænt dagskipulag

Íslenski Þroskalistinn

Sérkennslufulltrúi

AHA skráningar

Smábarnalistinn

Málstjóri

Stam skráningar

EFI-2

Barnavernd

Bjargir

Málhljóðamælir

Félagsfærnisögur

Gerd Strand

Lubbi finnur málbein

Ráðgjöf til foreldra

Lærum og leikum með hljóðin

PECS

Félagsfærnigátlisti

Stuðningur einstaklings/hóps

Orðaskil/niðurstöður til for.

Atferlisþjálfun/TEACCH

TRAS spurningalistar

AHA skráningar/úrvinnsla

Samtöl við foreldra

Brúarteymi

(Beiðni um miðlun upplýsinga)

(Beiðni um samþættingu)

(Vísun í samráðsteymi)

© 2016 - Karellen