Innskráning í Karellen
news

Samskiptalota hefst

06. 11. 2023

Þriðja lota vetrarins er samskiptalota.

Lotulyklarnir eru umburðarlyndi, hjálpsemi, víðsýni og samstaða.

Samskiptalota er miðstig félagsþjálfunar og í þessari lotu eru samvinnuverkefni efst á baugi. Þessi lota er eineltisáætlun okkar og því mjög mikilvæg lota. Við fjöllum um samskipti í sinni víðustu mynd og börnum er kennt að virða landamæri hvors annars og standa saman um jákvæða hegðun og framkomu.

Í samskiptalotu er tilvalið að fjalla um fjölmenningu, fötlun og ólík sambúðarform. Rétta fram hjálparhönd og æfa falleg samskipti og kurteisi. Við leggjum okkur fram við að finna verkefni sem ýta undir samstöðu og skapar hópstolt.

Jákvæð hugsun er ríkjandi hvað sem gengur á og við pössum okkur að vera ekki með blóraböggulshugsun. Við leggjum okkur fram við að veita hverju einasta barni ómælda athygli og erum snögg að grípa inn í um leið og neikvætt orð heyrist og stoppum það af. Við notum ekki ásakanir en spyrjum frekar hvernig við getum lagað þetta og svo gengur betur næst. Það er okkur mikilvægt að heimilin taki þátt í þessu með okkur.

Hér eru nokkrir áherslupunktar:

  1. Minnkum mistakaóttann
  2. Minnkum sektarkenndina ef óhapp verður
  3. Ræðum um stríðni og bögg
  4. Huggum vinkonur og vini
  5. Vináttuæfingar - Við erum öll vinkonur og vinir
  6. Sköpum hópstolt
  7. Hjálpum þeim sem minni eru og þurfa aðstoð
  8. Höldumst í hendur í morgunsamveru og sendum ljósið til þeirra sem eru veik
  9. Æfum jafnræði og sanngirni og kennum með því réttlætishugsun

© 2016 - Karellen