Innskráning í Karellen
news

Kennarar á Hjalla á leið til Ítalíu

16. 05. 2023

Fimmtudaginn 18. maí 2023 halda kennarar á Hjalla til Ítalíu, nánar tiltekið til Desenzano við Garda vatn, þar sem ætlunin er að heimsækja leikskóla og fara á námskeið í jóga með börnum. Hjalli verður því lokaður 18.-22.maí og við opnum aftur þriðjudaginn 23. maí. Við hlökkum mikið til ferðarinnar og erum virkilega spennt að kynnast ítalska skólakerfinu og sjá mismunandi nálgun í kennslu og vinnu með börnum á leikskólaaldri. Einnig verður frábært að komast á jóganámskeið og kynnast leiðum til að nota jóga, hugleiðslu og slökun í starfi með börnunum okkar á Hjalla.

© 2016 - Karellen