Innskráning í Karellen
news

Útskriftarferð og útskrift 5 ára barna

28. 05. 2019

Í síðustu viku fóru 5 ára börnin í tveggja nátta útskriftarferð í Vatnaskógi, frá miðvikudegi til föstudags.

Í Vatnaskógi er dásamlegt umhverfi og ævintýri undir hverjum steini.

Börnin fóru, ásamt kennurum, í skógarferð, bátsferð, sveitaheimsókn og héldu kvöldvöku svo að eitthvað sé nefnt.

Vorferðir Hjallastefnunnar er mikil kjarkæfing og óhætt er að segja að börnin komi með dýrmæta reynslu og frásagnir af afrekum í bakpokanum til baka.

Í dag var svo útskriftarhátíð í Hjalla þar sem 5 ára börnin útskrifuðust. Það er stór áfangi að skipta úr leikskóla yfir í grunnskóla. Eins og áður hafa þessir hópar eignast stóran hluta af hjörtum kennara sinna og verður saknað í leikskólanum.

Börnin fengu í kveðjugjöf óskastein með fallegum óskum frá vinum og vinkvennum, birkihríslu til að sýna alúð við umhverfið og úskriftarbók þar sem ýmsum listaverkum hefur verið safnað saman frá leikskólagöngu barnanna.

© 2016 - Karellen