Innskráning í Karellen
Jafnlaunastefna Hjallastefnunnar

Jafnrétti er eitt af grunngildunum Hjallastefnunnar og því er það forgangsatriði í því að
framfylgja stefnunni að tryggja að starfsfólki séu greidd jöfn laun og að það njóti
sambærilegra kjara fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf.
Hjallastefnan leggur metnað sinn í að vera eftirsóttur vinnustaður þar sem öll kyn njóta
jafnra tækifæra til starfa og starfsþróunar.
Jafnlaunastefna þessi er á ábyrgð framkvæmdastýru Hjallastefnunnar en gæða-,
fjármála- og þróunarstýra sjá um innleiðingu, viðhald og eftirlit með framgangi
jafnlaunastefnunnar.
Hjallastefnan hefur skjalfest og innleitt jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur ÍST85:2012
staðalsins og skuldbindur sig til þess að viðhalda því með stöðugum umbótum. Í þeim
tilgangi hefur verið skilgreint verklag um ákvörðun launa sem á að tryggja að starfsfólk fái
greitt fyrir starf sitt út frá verðmæti þess óháð kyni eða öðrum ómálefnalegum ástæðum.
Það er markmið Hjallastefnunnar að kynbundin launamunur sé ekki til staðar hjá
fyrirtækinu. Óútskýrður launamunur samkvæmt niðurstöðum árlegra launagreininga skal
því ekki greinast (töluleg markmið mælast innan við 1 %).
Hjallastefnan skuldbindur sig til þess að framfylgja jafnlaunastefnunni í hvívetna og hefur í
þeim tilgangi skilgreint eftirfarandi aðgerðir:
● Árlega verði framkvæmdar launagreiningar sem hafa það að markmiði að meta
hvort að til staðar sé launamunur milli kynja hjá Hjallastefnunni sem sinna
sambærilegum eða jafnverðmætum störfum.
● Gerð verði áætlun um úrbætur ef í ljós kemur að til staðar sé óútskýrður
launamunur milli kvenna og karla sem sinna sambærilegum og jafnverðmætum
störfum.
● Árlega verði framkvæmd innri úttekt og rýni stjórnenda á jafnlaunakerfið ásamt
mati á hlítingu.
● Metið verði með reglubundnum hætti (t.d. í launagreiningum og innri úttektum)
hvort að viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum
tíma sé fylgt.
● Launastefna, jafnlaunastefna og niðurstöður launagreininga og innri úttekta séu
kynntar starfsfólki Hjallastefnunnar.
● Launa- og jafnlaunastefna skulu vera aðgengilegar á heimasíðu Hjallastefnunnar.


Nánari upplýsingar má nálgast hér:

© 2016 - Karellen