Innskráning í Karellen
news

Fróðleiksmolar um vináttulotuna

13. 02. 2024

Á mánudaginn hófst vináttulota

Vináttulotan er 5.lotan í kynjanámskrá Hjallastefnunnar, með lotulyklana félagsskapur, umhyggja, nálægð og kærleikur.

Uppskeruvikan er kærleiksvika.

Í þessari lotu er félagsfærni þjálfuð og æfð. Hjallastefnan gengur út frá þeirri hugmynd að öll börn búi yfir ótakmörkuðum möguleika að rækta einlægan kærleika til annarra. Þessi lota byggir því upp góðvild sem felur í sér tengslagetu og hún vinnur gegn útundan hegðun og einelti.

Orðræðan okkar er:

Kæra vinkona - kæri vinur

Gaman saman

Við erum öll vinkonur og vinir

Hjalli er vinkonu og vinaleikskóli

Æfum vináttuna

Vinnan í þessari lotu fer fram með því að styrkja og efla vináttu í alskonar vinaleikjum, útskýrum hvað það er að vera vinkona eða vinur og við æfum tillitsemi og hjálpsemi. Raunveruleikatengd verkefni er mjög góð til að iðka þessa lotu, aðstoða eldhúsið með þvottinn, aðstoða yngri börnin að klæða sig í og úr, æfa snertingu eins og faðmlög, ganga í vina/vinkonu röð og margt fleira.

Markmið lotunnar er að skapa kærleikstengsl á milli allra, skap rósemd og minnka steitu og við aukum kjark í nálægð, snertingu og umhyggju.

© 2016 - Karellen