Innskráning í Karellen
news

Úskriftarferðir á Árbæjarsafn

14. 06. 2023

Í síðustu viku fóru elstu börnin á Hjalla í útskriftarferðir á Árbæjarsafn. Þar skoðuðum við sýninguna Komdu að leika en á sýningunni má sjá fjölda leikfanga frá ýmsum tímum í vörslu Borgarsögusafns Reykjavíkur. Þetta er upplifunarsýning með áherslu á sköpun, ímyndunarafl og skemmtun. Leikföngin á sýningunni eru ekki bara til að horfa á heldur má leika sér að dóti frá ýmsum tímum í tímastöðvum þar sem endurskapað hefur verið andrúmsloft tómthúss í Reykjavík snemma á 20. öld, betri borgara heimilis frá um 1930, hippaheimilis frá áttunda áratugnum og barnaherbergja um 1990.

Hægt er að fara í búðarleik í Lúllabúð sem er frá um 1950 og einnig er hægt að bregða á leik í leikhúsi og brúðuleikhúsi. Að því loknu fengu börnin grillaðar pylsur og djús og fóru svo gangandi um svæðið og kíktu á aðrar sýningar, skoðuðu elsta bæinn á safninu og sáu tvö lítil folöld sem voru nýkomin í heiminn.

Þetta var frábær ferð og börnin skemmtu sér vel og eitt barnið hafði það á orði að þetta væri besti dagur lífsins!

© 2016 - Karellen