Innskráning í Karellen
news

Gjöf frá Menntamálastofnun í samstarfi við Lions

18. 10. 2018

Í dag fékk Hjalli gjöf frá Menntamálastofnun í samstarfi við Lions-hreyfinguna.

Þessi gjöf er einn liður í Þjóðarsátt­mála um læsi og styður við und­ir­stöðuþætti læsis. Hug­mynd­in að gjafa­pakk­an­um kemur frá sér­fræðing­um læsis­verk­efn­is Mennta­mála­stofn­un­ar.

Um er að ræða áhugaverðan og spenn­andi náms­efn­ispakka, en í hon­um eru spjöld með bók­stöf­um sem hægt er að nota á fjöl­breytt­an hátt. Einnig vegg­spjöld með bók­stöf­um og tölu­stöf­um sem hægt er að hafa sýni­leg í um­hverf­inu, bók með tón­list­ar­leikj­um, spjald með hreyfi­leikj­um og létt­lestr­ar­bæk­ur fyr­ir byrj­end­ur í læsi.

Við erum afar þakklát og hlökkum mikið til að nýta okkur þetta frábæra námsefni.

© 2016 - Karellen