news

Fjölskylduframlag

19. 10. 2020

Í morgun fengum við frábært fjölskylduframlag þegar við fengum sjófrystan þorsk frá foreldrum í skólanum.

Við erum innilega þakklát og hlökkum til að borða og njóta.

Í Hjallastefnuskólum teljum við afar mikilvægt að byggja upp trausta samvinnu við fjölskyldur barnanna okkar.

Foreldrar geta lagt sitt af mörkum með svokölluðu fjölskylduframlagi til skólans. Það geta verið ýmiskonar raunveruleikatengd verkefni, aðstoð eða annað.

© 2016 - Karellen