Innskráning í Karellen
news

Velkomin í Hjallafjölskylduna

25. 08. 2023

Nú er aðlögun nýrra barna byrjuð og við erum svo heppin að fá um 50 nýjar vinkonur og vini í okkar góða hóp. Við skiptum hópunum í fernt, elstu börnin byrjuðu 16. ágúst, fyrsti yngri barna hópurinn kom svo sl. mánudag, næsti kemur 28. ágúst og síðasti hópurinn byrjar 4. september. Aðlögun fer þannig fram að foreldrar og börn eru saman fyrstu dagana og svo fara foreldrar að bregða sér frá smátt og smátt. Börnin kynnast hópstjórunum sínum, kjarnanum og vinum og vinkonum og það er margt að taka inn og því best að gera þetta í rólegheitunum.

Aðlögun fer mjög vel af stað og við bjóðum öll hjartanlega velkomin í Hjallafjölskylduna❤️

© 2016 - Karellen