Innskráning í Karellen
news

Rímspilliár

04. 10. 2023

Rímspilliár veldur usla á skóladagatölum

Breyta þurfti skóladagatalinu þar sem villa var í skóladagatölum 2023-2024 sem gefin voru út af sveitarfélögunum í vor, þar sem bóndadagur og konudagur voru á röngum dögum. Hið rétta er að bóndadagurinn 2024 er 26. janúar og konudagurinn 25. febrúar en ekki viku fyrr eins og misritaðist í skóladagatalinu.

Ástæðan fyrir þessari tilfærslu er að árið 2023 er rímspillisár. Rímspillisár er þegar gamlársdagur ársins á undan er laugardagur og næsta ár á eftir er hlaupár. Gamlársdagur 2022 var laugardagur og árið 2024 er hlaupár. Af því leiðir að árið 2023 er rímspillisár og þess vegna eru upphaf Þorra og Góu viku síðar á árinu 2024. Bóndadagurinn verður 26. janúar og konudagur 25. febrúar. Síðasta rímspilliár var árið 1995 en rímspillisár eru oftast á 28 ára fresti.

Það er hefð fyrir því að drengir bjóði fjölskyldum í nónhressingu á bóndadaginn og stúlkur bjóða fjölskyldum í nónhressingu í tilefni konudags. Á þessu skólaári bjóða drengir í hressingu þann 26. janúar kl. 15.00 og stúlkur þann 1. mars kl. 15.00

Leiðrétt skóladagatal hefur verið sent í tölvupósti til allra foreldra og má einnig finna hér á vefnum undir skólastarf

© 2016 - Karellen