news

Jólaleikritið - Jól í tösku

09. 12. 2020

Lífið leikur við okkur hér í Hjalla í dag sem og aðra daga ❤

Í dag fengum við vinkonu okkar í heimsókn, hana Þórdísi með leikritið Jól í tösku. Þar fer hún með jólasveinavísurnar hans Jóhannesar úr Kötlum með leikrænum tilburðum og tilheyrandi leikmunum.

Börnin voru svo ánægð og glöð, áhugasömu og einstaklega flink að hlusta og taka þátt.

Við þökkum foreldrafélaginu innilega fyrir að bjóða okkur upp á þessa skemmtun ❤

© 2016 - Karellen