Innskráning í Karellen
news

Áræðnilotan

22. 03. 2023

Á mánudaginn hófst sjötta og síðasta lota skólaársins, áræðnilotan ????

Lotulyklarnir sem við vinnum með eru kjarkur, kraftur, virkni og frumkvæði.

Þessari síðustu lotu er ætlað að reka smiðshöggið á heildarstarf vetrarins hvað varðar persónuþroska, bæði einstaklings- og félagslegu tilliti og skilning barnanna á fjölþættum eiginleikum og mannlegri hæfni.

Hér er fengist við leiðtogahæfileika og hæfni til að þora að standa fyrir sínu máli. Næstu vikurnar verður lögð áhersla á að búa til sterka sjálfsmynd hjá börnunum sem geta allt sem þau vilja. Sérstök áhersla verður að hvetja börnin til að þenja út brjóstkassann og læra að taka sitt olnbogarými. Við ætlum að brjóta hugarramma og víkka út kynjaímynd, gera óvenjulega hluti, fara út fyrir þægindarammann og leyfa okkur að mistakast. Því öllum mistekst einhvern tímann, það gengur bara betur næst ❤

Í áræðnilotu æfum við kraftinn okkar og hugrekki, þor og dirfsku og ein leið til þess er að brjóta upp hið venjulega og prófa nýja hluti.
Einfaldar hugrekkisæfingar geta tekið á og það að æfa sig í að finna kraft og hugrekki getur reynst mjög valeflandi.
Við notum setningar á borð við „gengur betur næst“ og „æfingin skapar meistarann“ og hvetjum börnin til að prófa aftur og gera gott úr mistökum.
Við fáumst við leiðtogahæfni og hæfni til að þora að standa fyrir máli sínu. Vinnum með frumkvæði í sinni víðustu mynd og byggjum upp sterka sjálfsmynd.
Það getur verið gaman og gagnlegt að yfirfæra þetta líka á heimilin ykkar og prófa saman nýja hluti; leyfa börnum að æfa sig í að brjóta egg í skál, prófa að vera í öfugri peysunni, hlaupa út á tánum, nota glugga til að fara inn og út í stað þess að ganga inn um hurðar, borða spagetti með fingrunum eða hvað sem ykkur dettur í hug. Og að sama skapi að vera hvetjandi þegar börnin ykkar sína frumkvæði og styðja þau þegar þeim mistekst

© 2016 - Karellen