news

Áræðnilota - síðasta lota skólaársins

19. 03. 2021

Á mánudaginn hefst sjötta og síðasta lota skólaársins, áræðnilotan ????

Lotulyklarnir sem við vinnum með eru kjarkur, kraftur, virkni og frumkvæði.

Þessari síðustu lotu er ætlað að reka smiðshöggið á heildarstarf vetrarins hvað varðar persónuþroska, bæði einstaklings- og félagslegu tilliti og skilning barnanna á fjölþættum eiginleikum og mannlegri hæfni.

Hér er fengist við leiðtogahæfileika og hæfni til að þora að standa fyrir sínu máli. Næstu vikurnar verður lögð áhersla á að búa til sterka sjálfsmynd hjá börnunum sem geta allt sem þau vilja. Sérstök áhersla verður að hvetja börnin til að þenja út brjóstkassann og læra að taka sitt olnbogarými. Við ætlum að brjóta hugarramma og víkka út kynjaímynd, gera óvenjulega hluti, fara út fyrir þægindarammann og leyfa okkur að mistakast. Því öllum mistekst einhvern tímann, það gengur bara betur næst ❤

© 2016 - Karellen