Innskráning í Karellen
news

Aðventa hefst

25. 11. 2022

Elstu börnin okkar í Þ-hópum, lögðu leið sína í Jólaþorpið í Hafnarfirði í vikunni til að skreyta jólatré með skrauti sem þau bjuggu til í leikskólanum? Að sjálfsögðu nýttu þau tækifærið og dönsuðu í kringum tréð í leiðinni❤️

Nú hefst aðventan á sunnudaginn og við hlökkum til að eiga notalegar stundir hér á Hjalla. Við brjótum upp hversdagsleikann með ýmsum uppákomum tengdum jólum í desember en gætum þess að börnin eigi hér skjól fyrir þeim ys og þys sem fylgir þessari árstíð og við fylgjum okkar frábæru röð, reglu og rútínu nú sem áður❤️

Gleðilega aðventu!

© 2016 - Karellen