news

Velkomin!

07. 08. 2020

Við fögnum nýju skólarári!

Alls staðar má sjá brosandi andlit, stór sem smá, sem gleðjast yfir því að vera komin aftur, en önnur sem eru að stíga sín fyrstu skref í Hjalla. Það getur vissulega tekið á en við finnum ró og gleði í skólanum og hlökkum til komandi tíma.

Við erum svo heppin með fallega Hjalla-samfélagið okkar og erum að aðlaga okkur að breyttum aðstæðum í samfélaginu, sýnum varkárni og tillitsemi í umgegni.

Agalotan hefst svo mánudaginn 24. ágúst með lotulyklinum virðingu.

© 2016 - Karellen