news

Sjálfstæðislota hefst í dag

28. 09. 2020

Önnur lota kynjanámskrár Hjallastefnunnar hefst á í dag.

Þessi lota heitir Sjálfstæðislota og undirflokkar hennar eru: sjálfstyrking, sjálfstraust, öryggi og tjáning.

Athygli og hvatning til allra er kjarni þessarar lotu. Mikil áhersla er lögð á framsagnaræfingar og þjálfun í að tjá tilfinningar og æfingar í jákvæðri tjáningu um sjálfa/n sig eru auðvitað mikilvægur hluti. Í sjálfstæðislotunni fá börn annars æfingu í því að koma fram fyrir framan hóp af fólki, í byrjun bara félagana í hópnum og kennara sinn, svo kjarnann og þannig koll af kolli!

Fyrir yngri börnin snýst sjálfstæðislotan að stórum hluta um persónulegt sjálfstæði og eflingu þess; að börnin fái til dæmis þjálfun í að klæða sig sjálf og ráða við fötin sín sem er mikið metnaðarmál fyrir mörg börn. Næring, hvíld og klæðnaður eru meðal mála sem við viljum að börnin fái að ráða einhverju um, að við virðum neiið þeirra við ákveðnum þáttum.

Þessi lota byggir upp sjálfsmynd og hún felur í sér viðurkenningu. Lotan vinnur gegn feimni og bælingu og orðræðan okkar er "ég er frábær"

© 2016 - Karellen