Innskráning í Karellen
news

Opinn efniviður í Hjalla

02. 03. 2020

Hjallastefnan býður upp á leikefnivið og einföld námsgögn þar sem sköpun og ímyndun er í fyrrúmi. Þannig leika börnin með efniviðinn á þann hátt sem þau kjósa og ímyndunarafl þeirra býður upp á.

Svokölluð hefðbundin leikföng eru oft kynjuð og minnkuð mynd á fullorðins hlutum. Við leitumst við að bjóða upp á annað en er til á heimilunum og æfum börn í að treysta á eigið hugarflug og getu til að skapa í leik.

Það er yndislegt að sjá krílin byggja, búa og leika ýmiskonar leiki með kubba, slæður og annað slíkt þar sem engin takmörk eru á hvað hlutirnir geta orðið.

© 2016 - Karellen