news

Kennarinn er fyrirmyndin

20. 02. 2020

Í Hjallastefnunni leggjum við mikið upp úr því að fullorðna manneskjan sé fyrirmynd í leik og starfi.

Það á við í öllum verkefnum, útiveru, jóga, söng, matmálstímum og hverju því sem við tökum okkur fyrir hendur.

Það er mikilvægt fyrir barn að sjá að kennarinn er jákvæður, hugrakkur, tilfinningaríkur og sýnir áræðni svo að eitthvað sé nefnt. Þannig eflist barnið við að kanna sömu eiginleika hjá sér, prófa nýja hluti og finnur traust og öryggi í öllum aðstæðum.


© 2016 - Karellen