Innskráning í Karellen
news

Blöndun í Hjalla

13. 11. 2019

Kynjanámskrá Hjallastefnunnar fylgja daglegar samskiptaæfingar kynjanna eða svonefnd kynjablöndun þar sem samvinna, samvera og gagnkvæm virðing er þjálfuð.

Utan blöndunar er rætt jákvætt og upphefjandi um hitt kynið og endanlegt markmið kynjaskipts skólastarfs ere kynjablandað samfélag þar sem stúlkur og drenigr og menn og konur geta leikið saman, unnið saman, búið saman og enginn geldur fyrir kynferði sitt. Þá mun áhugi hvers og eins ráða ferðinni fremur en hefðbundnar kynjamyndir.

Við viljum þjálfa stúlkur og drengi í framkomu þar sem réttur hvers einstaklings er virtur, við þjálfum aga, nærgætni, dirfsku og þor, kærleiksríka framkomu og samkennd.

© 2016 - Karellen