Innskráning í Karellen
news

Agalota hefst í dag

24. 08. 2020

Í dag hefst fyrsta lota kynjanámskrár, agalota.

Agalotan er fyrsta stig félagsþjálfunar þar sem jákvæður agi er í hávegum hafður og starfið rammað inn fyrir veturinn.

Lykilhugtök lotunnar eru: virðing, hegðun, kurteisi, framkoma.

Uppskeruvikan er framkomuvika.

R-reglurnar eru í hávegum hafðar í Hjallastefnustarfi; röð, regla og rútína í fyrirrúmi á öllum sviðum. Kjarnað umhverfi alls staðar, allir hlutir merktir, umferðarreglur merktar og sýnilegt og áþreifanlegt hvernig allt á að vera. Þaulhugsuð dagskrá og einfaldleiki í öllu skipulagi er jafnmikilvægt og umhverfiskjörnunin. Í kjarnastarfinu er síðan áherslan á skarpa nemendastjórnun með nákvæmri eftirfylgd og hegðunarreglum sem börnin taka þátt í að móta, kynna og endurskoða. Þjálfun í kurteisi og mannasiðum, æfing í að heilsast og kveðjast, borðsiðir og umgengni um fataklefa eru raunveruleikatengd verkefni í þessari lotu. Framkomuhæfni í kynjablöndun þarf að æfa sérstaklega. En almennt séð; því ekki að tala um hegðunarfræði og jafnvel gefa einkunn fyrir frammistöðu! Munum að æfa okkur líka því árangur barnanna ræðst af þeim aga sem við náum að sýna, til dæmis varðandi frágang, kyrrlátar raðir milli staða, stundvísi o.fl.

© 2016 - Karellen